Þriðja aflið Ketill Berg Magnússon skrifar 9. júní 2015 07:00 Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar