Rúnar Páll hitti naglann á höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 07:30 Præst er duglegur að messa yfir sínum mönnum. Vísir/Stefán „Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01