„Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 12:16 Þróttur og Breiðablik mætast í toppslag Bestu deildar kvenna í kvöld. vísir Besta deild kvenna hefst aftur sumarfrí í kvöld og toppslagur er á dagskránni. Breiðablik tekur á móti Þrótti á Kópavogsvelli og Þórdís Elva, leikmaður Þróttar, á von á hörkuleik. Besta deildin er búin að vera í fríi síðan þann 21. júní síðastliðinn og Þórdís skellti sér í stutt sumarfrí til Króatíu. „Maður leyfði sér að fara í frí þegar maður fór í frí, skildi fótboltann svolítið eftir. Æfði samt vel í fríinu og svo þegar maður kemur til baka verður maður strax spenntur. Mér finnst eiginlega bara góður plús að fá strax þennan leik eftir frí“ segir Þórdís eftir fríið og fyrir toppslaginn gegn Breiðabliki í kvöld. Vísir ræddi við Þórdísi Elvu, leikmann Þróttar, fyrir toppslaginn gegn Breiðabliki.vísir Breiðablik og Þróttur eru í efstu sætum Bestu deildarinnar með 25 stig. Liðin gerðu hádramatískt 2-2 jafntefli síðast þegar þau mættust og von er á öðrum hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Æfðu af krafti og eru klárar í slaginn eftir sumarfrí „Við æfðum kröftuglega eftir fríið og svo erum við búnar að setja einbeitinguna í næsta leik og hvernig við ætlum að spila. Við erum komnar með nýjan leikmann [Kaylu Robbins] og búnar að missa Caroline [Murray] en við höfum æft vel og erum tilbúnar“ segir Þórdís einnig. Bæði lið þurfa að vera klók Eftir að hafa æft af krafti og með nýjan framherja tilbúinn til átaka er Þórdís orðin spennt fyrir toppslagnum. „Það er mikil spenna eftir seinasta leik á móti þeim, við vitum hvað við getum gert. Ég býst bara við nákvæmlega sama krafti og síðast, tvö lið sem munu reyna að klára leikinn. Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók, það er enginn að fara auðveldlega í gegnum þennan leik.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli klukkan sjö í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport, upphitun hefst stundarfjórðung fyrir sjö. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Besta deildin er búin að vera í fríi síðan þann 21. júní síðastliðinn og Þórdís skellti sér í stutt sumarfrí til Króatíu. „Maður leyfði sér að fara í frí þegar maður fór í frí, skildi fótboltann svolítið eftir. Æfði samt vel í fríinu og svo þegar maður kemur til baka verður maður strax spenntur. Mér finnst eiginlega bara góður plús að fá strax þennan leik eftir frí“ segir Þórdís eftir fríið og fyrir toppslaginn gegn Breiðabliki í kvöld. Vísir ræddi við Þórdísi Elvu, leikmann Þróttar, fyrir toppslaginn gegn Breiðabliki.vísir Breiðablik og Þróttur eru í efstu sætum Bestu deildarinnar með 25 stig. Liðin gerðu hádramatískt 2-2 jafntefli síðast þegar þau mættust og von er á öðrum hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Æfðu af krafti og eru klárar í slaginn eftir sumarfrí „Við æfðum kröftuglega eftir fríið og svo erum við búnar að setja einbeitinguna í næsta leik og hvernig við ætlum að spila. Við erum komnar með nýjan leikmann [Kaylu Robbins] og búnar að missa Caroline [Murray] en við höfum æft vel og erum tilbúnar“ segir Þórdís einnig. Bæði lið þurfa að vera klók Eftir að hafa æft af krafti og með nýjan framherja tilbúinn til átaka er Þórdís orðin spennt fyrir toppslagnum. „Það er mikil spenna eftir seinasta leik á móti þeim, við vitum hvað við getum gert. Ég býst bara við nákvæmlega sama krafti og síðast, tvö lið sem munu reyna að klára leikinn. Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók, það er enginn að fara auðveldlega í gegnum þennan leik.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli klukkan sjö í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport, upphitun hefst stundarfjórðung fyrir sjö.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira