„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 22:27 Sölvi Geir var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap og spenntur fyrir þriggja liða toppbaráttu. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn