„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 22:27 Sölvi Geir var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap og spenntur fyrir þriggja liða toppbaráttu. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann