Tími aðgerða er runninn upp Eygló Harðardóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun