Verndum Rammann Árni Páll Árnason skrifar 14. maí 2015 07:00 Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun