Hófu umræðu um sameiningu skóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. Mynd/Kristján J. Kristjánsson „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
„Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira