Þjóðaratkvæðagreiðsla um rýniskýrslu? 1. maí 2015 12:00 Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun