Afstaða til líffæragjafar skiptir máli, ræðum við okkar nánustu 18. apríl 2015 12:00 Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun