Hvert er svarið í verkfallstíð? Árni Páll Árnason skrifar 10. apríl 2015 07:00 Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. Launin sem hér bjóðast eru oft og einatt helmingur af því sem býðst fyrir sambærileg störf í nálægum löndum. Hvað er til ráða? Svarið er einfalt og flókið í senn. Við verðum að haga kjarasamningum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norðurlöndunum og hefur líka reynst okkur vel þegar við höfum borið gæfu til að fylgja þeirri forskrift. Norræna samfélagsmódelið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði uppsveiflu og samdrátt en önnur kerfi. Til þess að það virki þarf skýra og ábyrga hagstjórn, sem byggist á stöðugleika, góðum aðgangi að erlendum mörkuðum með fríverslun og samræmdri launastefnu sem ýtir undir hagvöxt og fulla atvinnu og dregur úr launamun og tryggir að enginn verði skilinn eftir. Það þarf líka umfangsmikil velferðarkerfi, sem byggjast á afkomutryggingu og aðgengi að þjónustu sem tryggir mikla atvinnuþátttöku og hreyfanleika launafólks, ódýra menntun og heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem fjármögnuð er með sköttum og tryggir jafnrétti í reynd. Og það þarf vel skipulagðan vinnumarkað, sem byggir á samspili milli lagasetningar og kjarasamninga og öflugri verkalýðshreyfingu. Ekkert í þessu er sjálfgefið. Allt byggist þetta á samspili á milli stjórnmálaflokkanna og samtaka á vinnumarkaði. Allir þurfa að hafa næg áhrif og umboð til að leita eftir heildarlausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu kerfi er ekki að taka þátt í vinsældakapphlaupi með því að taka undir hverja kröfu, heldur að styðja við heildarsamninga sem tryggja markmið um kaupmáttaraukningu og að bilið minnki milli hæstu og lægstu launa og beita ríkisvaldinu til að þau markmið náist. Þess vegna samþykkti Samfylkingin fyrir sitt leyti á nýafstöðnum landsfundi að skuldbinda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum í ríkisstjórn setja okkur almenna efnahagsstefnu með þessi markmið að leiðarljósi og leggja hana fyrir samráðsvettvang með aðilum vinnumarkaðarins. Að því loknu munum við leggja hana fyrir Alþingi og byggja hagstjórnina á víðtækri stefnumörkun til nokkurra ára í senn. Þannig bindum við vissulega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöðugleika til lengri tíma og náum hámarksávinningi fyrir fólkið í landinu.Rót erfiðleikanna tvíþætt Þrátt fyrir hátíðarræður um ágæti „sveigjanleika“ hinnar íslensku krónu virðist ekkert benda til að þjóðin sé í raun tilbúin til að búa við afleiðingarnar. Hún er ekki til í að sætta sig við skuldabyrðina sem krónan skapar. Það sást vel í síðustu þingkosningum, þegar loforð um bætur fyrir skuldahækkun urðu lykill að kosningasigri. Og nú er líka orðið ljóst að þjóðin er ekki til í að búa við kjaraskerðinguna sem krónan skapar. Fyrst riðu á vaðið þeir sem sterkast standa á vinnumarkaði og sóttu sér bætur fyrir krónuna. Nú vilja allir aðrir eðlilega sækja þær bætur líka. Þessa dagana fer þannig fram nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort þjóðin er sátt við krónuna. Svarið virðist afgerandi NEI. Ríkisstjórnin hefur spillt svo samskiptum á vinnumarkaði að leitun er að öðru eins. Samningarnir 21. desember 2013 fólu í sér gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina. Hún þurfti bara að styðja við heildstæða lausn sem aðilar vinnumarkaðarins voru búnir að skapa og leggja af mörkum til lágtekjufólks og meðaltekjufólks með aðgerðum í skattkerfi og gjaldskrám. Efndirnar voru engar. Ekkert hefur hreyfst í húsnæðismálum. Ekkert hefur gerst í skattamálum til að mæta þörfum almenns launafólks. Skattbreytingar og skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafa flutt byrðar upp á tugi milljarða af þeim best stæðu og á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Ríkisstjórnin ber þannig höfuðábyrgð á þeirri upplausn sem nú er orðin á vinnumarkaði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. Launin sem hér bjóðast eru oft og einatt helmingur af því sem býðst fyrir sambærileg störf í nálægum löndum. Hvað er til ráða? Svarið er einfalt og flókið í senn. Við verðum að haga kjarasamningum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norðurlöndunum og hefur líka reynst okkur vel þegar við höfum borið gæfu til að fylgja þeirri forskrift. Norræna samfélagsmódelið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði uppsveiflu og samdrátt en önnur kerfi. Til þess að það virki þarf skýra og ábyrga hagstjórn, sem byggist á stöðugleika, góðum aðgangi að erlendum mörkuðum með fríverslun og samræmdri launastefnu sem ýtir undir hagvöxt og fulla atvinnu og dregur úr launamun og tryggir að enginn verði skilinn eftir. Það þarf líka umfangsmikil velferðarkerfi, sem byggjast á afkomutryggingu og aðgengi að þjónustu sem tryggir mikla atvinnuþátttöku og hreyfanleika launafólks, ódýra menntun og heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem fjármögnuð er með sköttum og tryggir jafnrétti í reynd. Og það þarf vel skipulagðan vinnumarkað, sem byggir á samspili milli lagasetningar og kjarasamninga og öflugri verkalýðshreyfingu. Ekkert í þessu er sjálfgefið. Allt byggist þetta á samspili á milli stjórnmálaflokkanna og samtaka á vinnumarkaði. Allir þurfa að hafa næg áhrif og umboð til að leita eftir heildarlausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu kerfi er ekki að taka þátt í vinsældakapphlaupi með því að taka undir hverja kröfu, heldur að styðja við heildarsamninga sem tryggja markmið um kaupmáttaraukningu og að bilið minnki milli hæstu og lægstu launa og beita ríkisvaldinu til að þau markmið náist. Þess vegna samþykkti Samfylkingin fyrir sitt leyti á nýafstöðnum landsfundi að skuldbinda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum í ríkisstjórn setja okkur almenna efnahagsstefnu með þessi markmið að leiðarljósi og leggja hana fyrir samráðsvettvang með aðilum vinnumarkaðarins. Að því loknu munum við leggja hana fyrir Alþingi og byggja hagstjórnina á víðtækri stefnumörkun til nokkurra ára í senn. Þannig bindum við vissulega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöðugleika til lengri tíma og náum hámarksávinningi fyrir fólkið í landinu.Rót erfiðleikanna tvíþætt Þrátt fyrir hátíðarræður um ágæti „sveigjanleika“ hinnar íslensku krónu virðist ekkert benda til að þjóðin sé í raun tilbúin til að búa við afleiðingarnar. Hún er ekki til í að sætta sig við skuldabyrðina sem krónan skapar. Það sást vel í síðustu þingkosningum, þegar loforð um bætur fyrir skuldahækkun urðu lykill að kosningasigri. Og nú er líka orðið ljóst að þjóðin er ekki til í að búa við kjaraskerðinguna sem krónan skapar. Fyrst riðu á vaðið þeir sem sterkast standa á vinnumarkaði og sóttu sér bætur fyrir krónuna. Nú vilja allir aðrir eðlilega sækja þær bætur líka. Þessa dagana fer þannig fram nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort þjóðin er sátt við krónuna. Svarið virðist afgerandi NEI. Ríkisstjórnin hefur spillt svo samskiptum á vinnumarkaði að leitun er að öðru eins. Samningarnir 21. desember 2013 fólu í sér gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina. Hún þurfti bara að styðja við heildstæða lausn sem aðilar vinnumarkaðarins voru búnir að skapa og leggja af mörkum til lágtekjufólks og meðaltekjufólks með aðgerðum í skattkerfi og gjaldskrám. Efndirnar voru engar. Ekkert hefur hreyfst í húsnæðismálum. Ekkert hefur gerst í skattamálum til að mæta þörfum almenns launafólks. Skattbreytingar og skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafa flutt byrðar upp á tugi milljarða af þeim best stæðu og á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Ríkisstjórnin ber þannig höfuðábyrgð á þeirri upplausn sem nú er orðin á vinnumarkaði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar