Telja Samherja hafa samkeppnisforskot sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. Fréttablaðið/Valli Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll.
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent