Stefnir í annað metár í frávísunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:00 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa 24 tilkynningar borist til ríkislögreglustjóra vegna gruns um mansal. Síðustu þrjú ár hafa samtals næstum níutíu tilkynningar borist um mansal á fyrsta ársfjórðungi. Það er fimm sinnum meira en á sama tímabili árin 2020-2022. Ástæðan er talið vera að erlendir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji inn einstaklinga til hagnýtingar. Þá sé aukin vitund um mansal hjá lögreglumönnum. Þetta kemur fram í nýrri landamæragreiningu ríkislögreglustjóra. Umsóknum um alþjóðlega vernd fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði um áttatíu prósent borið saman við árið 2023. Þær voru 281 frá janúar til mars í ár. 136 frávísanir það sem af er ári Frávísanir á landamærum hafa hins vegar margfaldast á síðustu árum. Þær náðu sögulegu hámarki í fyrra og voru ríflega tvö hundruð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þær voru 116 á sama tímabili í ár. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þær séu orðnar alls 136 á árinu. „Ég geri ráð fyrir því að þetta ár verði annað eða þriðja stærsta í fjölda frávísunarmála á landamærunum. Við vorum með metár í fyrra. Ég geri ráð fyrir að aðgerðir lögreglu og tollsins á flugvellinum hafi einhver varnaðaráhrif. Ég á hins vegar ekki von á því að fjöldi frávísunarmála verði með sama hætti og í fyrra. Við vorum með yfir 700 frávísunarmál á síðasta ári,“ segir Úlfar. Samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra hefur dregið úr óreglulegri för fólks yfir landamæri Evrópu um fimmtán prósent. Á fyrstu þremur mánuðum ársins fóru um 45 þúsund án vegabréfs yfir landamæri Evrópu. Lögreglan Landamæri Mansal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa 24 tilkynningar borist til ríkislögreglustjóra vegna gruns um mansal. Síðustu þrjú ár hafa samtals næstum níutíu tilkynningar borist um mansal á fyrsta ársfjórðungi. Það er fimm sinnum meira en á sama tímabili árin 2020-2022. Ástæðan er talið vera að erlendir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji inn einstaklinga til hagnýtingar. Þá sé aukin vitund um mansal hjá lögreglumönnum. Þetta kemur fram í nýrri landamæragreiningu ríkislögreglustjóra. Umsóknum um alþjóðlega vernd fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði um áttatíu prósent borið saman við árið 2023. Þær voru 281 frá janúar til mars í ár. 136 frávísanir það sem af er ári Frávísanir á landamærum hafa hins vegar margfaldast á síðustu árum. Þær náðu sögulegu hámarki í fyrra og voru ríflega tvö hundruð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þær voru 116 á sama tímabili í ár. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þær séu orðnar alls 136 á árinu. „Ég geri ráð fyrir því að þetta ár verði annað eða þriðja stærsta í fjölda frávísunarmála á landamærunum. Við vorum með metár í fyrra. Ég geri ráð fyrir að aðgerðir lögreglu og tollsins á flugvellinum hafi einhver varnaðaráhrif. Ég á hins vegar ekki von á því að fjöldi frávísunarmála verði með sama hætti og í fyrra. Við vorum með yfir 700 frávísunarmál á síðasta ári,“ segir Úlfar. Samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra hefur dregið úr óreglulegri för fólks yfir landamæri Evrópu um fimmtán prósent. Á fyrstu þremur mánuðum ársins fóru um 45 þúsund án vegabréfs yfir landamæri Evrópu.
Lögreglan Landamæri Mansal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira