Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 13:25 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera. Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera.
Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14