Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 13:50 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“ Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“
Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira