Ríkisstjórnin hefur lagt fram minna en 50% boðaðra þingmála fanney birna jónsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:30 Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja fram fá mál og flest þeirra sem þó eru lögð fram séu afgreiðsla á EES-skuldbindingum. Fréttablaðið/GVA Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira