Ríkisstjórnin hefur lagt fram minna en 50% boðaðra þingmála fanney birna jónsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:30 Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja fram fá mál og flest þeirra sem þó eru lögð fram séu afgreiðsla á EES-skuldbindingum. Fréttablaðið/GVA Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“ Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent