Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 17:15 Bylgja Hrönn segist hafa á tilfinningunni að málin séu mun fleiri í ár en síðustu ár. Árið 2023 komu sex hópnauðgunarmál inn á borð lögreglunnar, á landinu öllu, og árið 2024 voru þau tíu. Nú hafa sex mál komið upp það sem af er ári, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu einni. Vísir/Sigurjón Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum. Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09