Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu?
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar