Ísland – best í heimi? Sema Erla Serdar skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun