Tilfinningin er vissulega skrítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 07:00 Stefán Gíslason í leik með Breiðabliki í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Vísir/Stefán Stefán Gíslason, leikmaður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa baráttu við meiðsli. Stefán, sem lék sem atvinnumaður með sjö félögum í fimm löndum, er 34 ára gamall og lék á sínum tíma 32 A-landsleiki yfir sjö ára tímabil. „Síðasta árið eða svo hef ég í raun verið stanslaust meiddur,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef getað spilað með en aldrei verið 100 prósent heill. Ég gat til að mynda lítið æft síðasta sumar.“ Stefán hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og aftan í læri og segir líklegt að þau eigi sér upptök í mjöðm eða baki. „Það er búið að skoða þetta í langan tíma og reyna ýmislegt. Ég hef lagt á mig mikla vinnu síðan í nóvember til að ná mér góðum en líkaminn segir bara stopp. Það er erfitt að hamast í þessu, ekki síst andlega, en ég hef verið lengi í þessu og nota líkamann mikið. Þetta er leiðinlegt og maður hefði viljað enda ferilinn öðruvísi en síðasta tímabil fór [hjá Breiðabliki],“ sagði Stefán en Blikar enduðu í sjöunda sæti Pepsi-deilar karla í haust. Hann segir það furðulega tilhugsun að knattspyrnuferlinum sé lokið en Stefán mun nú snúa sér að þjálfun. „Ég hef verið að melta þetta síðan í síðustu viku og tilfinningin er vissulega skrítin. En ég er ánægður með minn feril. Ég hef yfirleitt spilað mikið hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og spilað með mörgum liðum í mörgum löndun,“ segir Stefán sem mun áfram starfa sem þjálfari hjá Breiðabliki. „Ég hef verið að taka gráðurnar hjá KSÍ og hef starfað í 2. flokki með þeim Palla [Páli Einarssyni] og Dean [Martin]. Ég er afar áhugasamur og hef metnað til að klára að mennta mig í þjálfarafræðunum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Stefán Gíslason, leikmaður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa baráttu við meiðsli. Stefán, sem lék sem atvinnumaður með sjö félögum í fimm löndum, er 34 ára gamall og lék á sínum tíma 32 A-landsleiki yfir sjö ára tímabil. „Síðasta árið eða svo hef ég í raun verið stanslaust meiddur,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef getað spilað með en aldrei verið 100 prósent heill. Ég gat til að mynda lítið æft síðasta sumar.“ Stefán hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og aftan í læri og segir líklegt að þau eigi sér upptök í mjöðm eða baki. „Það er búið að skoða þetta í langan tíma og reyna ýmislegt. Ég hef lagt á mig mikla vinnu síðan í nóvember til að ná mér góðum en líkaminn segir bara stopp. Það er erfitt að hamast í þessu, ekki síst andlega, en ég hef verið lengi í þessu og nota líkamann mikið. Þetta er leiðinlegt og maður hefði viljað enda ferilinn öðruvísi en síðasta tímabil fór [hjá Breiðabliki],“ sagði Stefán en Blikar enduðu í sjöunda sæti Pepsi-deilar karla í haust. Hann segir það furðulega tilhugsun að knattspyrnuferlinum sé lokið en Stefán mun nú snúa sér að þjálfun. „Ég hef verið að melta þetta síðan í síðustu viku og tilfinningin er vissulega skrítin. En ég er ánægður með minn feril. Ég hef yfirleitt spilað mikið hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og spilað með mörgum liðum í mörgum löndun,“ segir Stefán sem mun áfram starfa sem þjálfari hjá Breiðabliki. „Ég hef verið að taka gráðurnar hjá KSÍ og hef starfað í 2. flokki með þeim Palla [Páli Einarssyni] og Dean [Martin]. Ég er afar áhugasamur og hef metnað til að klára að mennta mig í þjálfarafræðunum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira