Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 12:31 Patrick Berg var kampakátur eftir sigurinn á Lazio en komst svo að því að hann missir af fyrri leiknum við Tottenham út af gulum spjöldum. Getty/Giuseppe Maffia Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn. Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira