Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 09:31 Steinunn Björnsdóttir segir það hafa reynst snúnara að halda handboltanum við eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Krafta hennar sé óskað á fleiri vígstöðvum og kominn sé tími til að setja harpixið á hilluna. Vísir/Vilhelm Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira