Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. apríl 2025 07:33 Eiður Smári var fjórum mánuðum eldri en Sigurður Breki Kárason þegar hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. Getty/Francis Glibbery/Sigurjón Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty
Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn