„Þetta var skrýtinn leikur“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2025 21:39 Tímabilið fór ekki vel af stað fyrir John Andrews og leikmenn Víkings í Bestu-deild kvenna. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkinga, þurfti að sætta sig við stórt tap í fyrsta leik tímabilins. Víkingar töpuðu 4-1 á móti Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira