Fæ kannski smá athygli ef Dóra María hættir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Stefán Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30
Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47
Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29