Er það „alveg fráleitt“? Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2015 07:00 Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun