Blessun fylgir bandi hverju Jakob Frímann Magnússon skrifar 19. janúar 2015 09:15 Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun