Englendingar fá miklu færri miða á EM en Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:00 Íslendingar munu örugglega fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira