Kraftaverk Lars Lagerbäck eitt af 24 stærstu íþróttafréttunum í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:00 Landsliðsþjálfaranir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fagna hér EM-sætinu á Laugardalsvellinum í september. Vísir/Vilhelm Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira