Af íþróttaafrekum kvenna og karla Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2015 07:00 Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar