Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 28. október 2025 19:03 Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun