Af íþróttaafrekum kvenna og karla Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2015 07:00 Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar