COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 11:31 Francois Hollande Frakklandsforseti, Laurent Fabius, utanríkisráherra Frakklands og forseti COP21, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52