COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 11:31 Francois Hollande Frakklandsforseti, Laurent Fabius, utanríkisráherra Frakklands og forseti COP21, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52