Færeyska silfurliðið vill fá Óla Þórðar sem þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2015 10:55 Ólafur Þórðarson gæti tekið við færeyska liðinu NSÍ Runavík. vísir/ernir Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira