Föstudagurinn rangi guðmundur andri thorsson skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun