Myndum við stofna RÚV? Ari Trausti Guðmunsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun