Myndum við stofna RÚV? Ari Trausti Guðmunsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar