Evrópa var vöruð við Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2015 21:43 Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun