

Heilbrigðispólitík og framtíðin
Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.
Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu
Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi.
Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar.
Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum.
Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.
Fjölbreyttari nálgun
Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni.
Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri.
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar