ÞÚ ferð í taugarnar á mér! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun