Er Ísland án áætlunar? Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar