Er ekki stemming fyrir því? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. september 2015 12:00 Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun