Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2015 16:15 Birkir Már Sævarsson mætir hér á æfingu í dag. Vísir/ÓskarÓ Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. „Það verða allir í hópnum að vera klárir því það eru ekki bara ellefu manns sem munu koma okkur á EM. Það verða 20 plús leikmenn sem koma okkur alla leið," segir Birkir Már Sævarsson í viðtali við Vísi. Hollendingar eru bara í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu sex umferðirnar og verða því að fá þrjú stig. „Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að sýna það áður að við getum unnið þessi svokölluðu stóru lið líka. Ef allir leggja sig hundrað prósent fram þá ætti þetta að ganga vel," segir Birkir. Birkir Már kom inn á í hálfleik í fyrri leiknum og var þá settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Arjen Robben. Birkir Már er vanari því að spila hægri bakvörðinn. „Það var óvænt og líka að koma inn í stöðu sem ég er ekki vanur að spila. Það gekk ágætlega. Ég fékk bara mín fyrirmæli og fór vel eftir þeim sem var að stoppa Robben," segir Birkir Már en ætli nýorðinn fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, muni vel efir Birki Má frá fyrri leiknum. „Nei, ætli hann muni nokkuð eftir mér en hann á örugglega ekkert sérstaklega góða minningar frá Laugardalsvelli," segir Birkir í léttum tón. „Það væri stórbrotið að ná í þrjú stig en ég held að við sættum okkur alveg við það ef að það færi þannig að við fengjum eitt stig. Það væri ekkert til að grenja yfir. Við sjáum til hvernig þetta byrjar. Þeir vilja örugglega ná marki snemma og eiga eftir að koma 110 prósent í byrjun leiks til að ná þessu marki snemma," segir Birkir. „Þeir hljóta að vera búnir að fara vel yfir það sem gerðist í fyrri leiknum á móti okkur og vita hvað þeir gerðu vitlaust þar og hvað þeir ætla að gera betur. Það er bara okkar að koma í veg fyrir það," segir Birkir. „Ég held að allur hópurinn þroskist með hverjum leiknum. Allir þessir strákar sem komu upp í síðustu keppni eru orðnir nánast heimsklassa leikmenn margir hverjir. Þetta lítur því vel út hjá okkur," segir Birkir Már sem er klár í slaginn á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30 Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30 Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30 Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. „Það verða allir í hópnum að vera klárir því það eru ekki bara ellefu manns sem munu koma okkur á EM. Það verða 20 plús leikmenn sem koma okkur alla leið," segir Birkir Már Sævarsson í viðtali við Vísi. Hollendingar eru bara í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu sex umferðirnar og verða því að fá þrjú stig. „Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að sýna það áður að við getum unnið þessi svokölluðu stóru lið líka. Ef allir leggja sig hundrað prósent fram þá ætti þetta að ganga vel," segir Birkir. Birkir Már kom inn á í hálfleik í fyrri leiknum og var þá settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Arjen Robben. Birkir Már er vanari því að spila hægri bakvörðinn. „Það var óvænt og líka að koma inn í stöðu sem ég er ekki vanur að spila. Það gekk ágætlega. Ég fékk bara mín fyrirmæli og fór vel eftir þeim sem var að stoppa Robben," segir Birkir Már en ætli nýorðinn fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, muni vel efir Birki Má frá fyrri leiknum. „Nei, ætli hann muni nokkuð eftir mér en hann á örugglega ekkert sérstaklega góða minningar frá Laugardalsvelli," segir Birkir í léttum tón. „Það væri stórbrotið að ná í þrjú stig en ég held að við sættum okkur alveg við það ef að það færi þannig að við fengjum eitt stig. Það væri ekkert til að grenja yfir. Við sjáum til hvernig þetta byrjar. Þeir vilja örugglega ná marki snemma og eiga eftir að koma 110 prósent í byrjun leiks til að ná þessu marki snemma," segir Birkir. „Þeir hljóta að vera búnir að fara vel yfir það sem gerðist í fyrri leiknum á móti okkur og vita hvað þeir gerðu vitlaust þar og hvað þeir ætla að gera betur. Það er bara okkar að koma í veg fyrir það," segir Birkir. „Ég held að allur hópurinn þroskist með hverjum leiknum. Allir þessir strákar sem komu upp í síðustu keppni eru orðnir nánast heimsklassa leikmenn margir hverjir. Þetta lítur því vel út hjá okkur," segir Birkir Már sem er klár í slaginn á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30 Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30 Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30 Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30
Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30
Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30
Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00
Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00