42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 12:00 Johann Cruyff var aðalmaðurinn í hollenska fótboltanum á þessum árum. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira