Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2015 07:00 Þýskir lögreglumenn stöðva för flóttafólks á lestarstöð í Lübeck, en fólkið hugðist fara þaðan með lest til Danmerkur. vísir/EPA „Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
„Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira