Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum skrifar 10. ágúst 2015 14:17 KR-ingar fagna fyrra markinu í kvöld. Vísir/anton KR hélt í við FH á toppi Pepsi-deildar karla með mikilvægum 2-0 sigri á Fylki í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fylkis á útivelli í deildinni í sumar. Fylkir varðist vel lengi en KR náði að brjóta ísinn tíu mínútum fyrir leikslok með marki Þorsteins Más Ragnarssonar. Stuttu síðar innsiglaði Pálmi Rafn Pálmason sigur KR með góðu skoti. Fyrir leikinn mátti búast við þéttum varnarleik Fylkismanna líkt og liðið hefur spilað undir stjórn Hermanns á útivelli í sumar. En engu að síður voru það Árbæingar sem hófu leikinn af miklum krafti. Ásgeir Örn komst í frábært skotfæri strax á annarri mínútu og hefði átt að gera betur en að skjóta beint á Stefán Loga. Fylkismenn náðu þó ekki að viðhalda pressunni allan leikinn og um miðbik hálfleiksins náðu KR-ingar betri tökum á sínu spili og eftir það fór liðið að skapa sér betri færi. Hólmbert Aron var í fínu skallafæri áður en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þorsteinn Már, varamaður hans, kom inn á með fínan kraft og mikla baráttu og komst tvívegis í fín skallafæri en í hitti þó markið í hvorugt skiptið. Raunar átti KR ekki skot á markrammann allan fyrri hálfleikinn og segir það sitt um öflugan varnarleik Fylkismanna. Mikil barátta einkenndi leikinn fremur en falleg knattspyrna og dauðafæri en Valdimar Pálsson, dómari leiksins, átti í miklum vandræðum með að halda jafnvægi í dómgæslunni og gerði lítið annað en að fara í taugarnar í leikmenn og stuðningsmenn beggja liða með tilviljunarkenndum ákvörðunum sínum. KR-ingar komu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og stjórnuðu í raun leiknum allt til loka. Fylkismenn þreyttust á að halda úti þeirri pressu sem leikáætlun Hermanns Hreiðarssonar krafðist og KR-ingar færðust nær því að skora fyrsta markið. Fylkismenn fengu eitt hættulegt færi eftir skyndisókn í upphafi síðari hálfleiksins er Albert Brynjar komst í skotfæri en Stefán Logi varði vel frá honum. Eftir það fór pressa KR-inga segja til sín, hægt og rólega. Fyrirgjafir urðu sífellt hættulegri og eftir eina slíka kom loks fyrsta markið. Varamaðurinn Almarr Ormarsson gaf fyrir á Þorstein Má sem barðist um knöttinn við Ólaf Íshólm, markvörð Fylkis, en boltinn fór af þeim fyrrnefnda og í markið. Pálmi Rafn innsiglaði svo sigurinn sem fyrr segir stuttu síðar er laglegt skot hans hafnaði í netinu. KR-ingar voru meira að segja nálægt því að bæta við þriðja markinu en allt kom fyrir ekki. Sigur KR-inga var sanngjarn, sérstaklega miðað við síðari hálfleik en sjálfsagt hefði það breytt miklu ef Fylkir hefði komist yfir snemma leiks. Fylkismenn fá þó hrós fyrir mikla baráttu og dugnað og þó svo að það hafi verið smá heppnisstimpill yfir fyrra marki KR breytti það öllu fyrir heimamenn að brjóta loksins ísinn. KR-ingar gerðu vel í að halda einbeitingu gegn Fylkismönnum í kvöld. Bæði lið börðust grimmt og sjálfsagt hefðu margir látið skapið hlaupa með sig í gönur, sérstaklega þegar dómari leiksins á erfitt með að halda sinni línu. Valdimar átti þó auðveldar með það í síðari hálfleik en þeim fyrri. Stigin þrjú sem KR vann í kvöld skiptir liðið gríðarlegu miklu máli og eru vesturbæingar í góðum málum enn sem komið er í toppbaráttu deildarinnar. Fylkir er enn í sjöunda sæti en siglir sem fyrr nokkuð lygnan sjó um miðja deild.vísir/antonBjarni: Ekki bara í KR þar sem varamenn eru óánægðir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir það misskilning hjá fréttamönnum að það tíðkist bara í KR að varamenn séu ósáttir við að þurfa að sitja á bekknum. KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“Pálmi Rafn: Fylkismenn öskrandi og tæklandi Fyrirliði KR átti góðan leik fyrir sína menn í kvöld og skoraði síðara markið í 2-0 sigri. Bæði mörk leiksins komu þó ekki fyrr en á lokakafla leiksins. „Það var mjög ljúft. Við biðum í langan tíma og það var mjög ljúft að sjá hann fara inn. Ég var ánægður með okkar frammistöðu í dag fyrir utan fyrstu mínútur leiksins. Við stýrðum spilinu algjörlega og þeir eiga mjög lítið á okkur. Þetta var mikil þolinmæðisvinna.“ Hann segir að það hafi verið erfitt verkefni fyrir dómara leiksins að dæma viðureign kvöldsins. „Fylkismenn eru öskrandi og tæklandi út um allt og það er erfitt að dæma svona leiki. Okkur fannst þeir þó fá að gera aðeins of mikið. En við reyndum að halda einbeitingu og við unnum 2-0, sem er það mikilvægasta.“ „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þessu þrjú stig í kvöld. Nú erum við komnir upp í 30 stig eins og takmarkið var fyrir þetta kvöld.“vísir/antonHermann: Stoltur af strákunum Þjálfari Fylkis, Hermann Hreiðarsson, segir að það sé gott að fara af velli gegn KR hundfúll með tap. „Ég er stoltur af strákunum og ég var ánægður með heildina. Við byrjuðum mjög vel og fengum þrjú dauðafæri á fyrstu tveimur mínútunum. Þeir fá ekki „sniff“ allan fyrri hálfleikinn og við unnum hrikalega vel úr okkar málum. En það fór mikill kraftur í það.“ „Maður er fúll með að hafa ekki labbað inn í hálfleik með forystu. Það hefði verið sanngjarnt.“ Hann segir að hans menn hafi verið þreyttir undir lokin. „Það er erfitt að halda svona hraða uppi í 90 mínútur og þeir náðu að ýta okkur aðeins til baka. Við náðum að verjast því ágætlega og því algjör synd að hafa lent undir. Fyrra markið hjá þeim var hálfgerður grís en svona er þetta. Maður er fúll en ég er stoltur af strákunum.“ „KR er með gott fóboltalið og það er fínt að fara héðan drullufúll, þó svo að maður hati alltaf að tapa.“ Hermann segist sjá framfarir á liði Fylkis með hverjum leiknum. „Það er aðeins of stutt frá síðasta leik og við erum að spila á sama liði. Það er mikið tempó hjá okkur þegar við erum í þessum pressuleik og það var erfitt að halda því úti í dag. En einbeitingin var góð og ég var ánægður með hópinn.“Andrés Már: Drullusvekkjandi að fá ekkert úr leiknum Fylkismenn voru svekktir með að hafa ekki fengið meira úr leiknum gegn KR-ingum í kvöld. „Við héldum þessu lengi út og mikil vinnsla á okkur. Við vorum orðnir þreyttir og þeir skora eftir augnabliks einbeitingaskort hjá okkur. Þá var þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Andrés Már. Hann segir að það hefði breytt miklu ef Fylkismenn hefðu skorað úr dauðafærinu sem þeir fengu snemma leiks. „Það hefði gefið okkur aukakraft til að halda þessu út. Við getum þó verið nokkuð sáttir við okkar leik þrátt fyrir tapið.“ Fylkismenn hafa náð góðum úrslitum á sterkum útivöllum undir stjórn Hermanns og Andrés segir að leikmenn Fylkis hafi trú á því sem þjálfarinn þeirra leggur upp með fyrir leikina. „Leikáætlun okkar hefur virkað vel hingað til og við höfum náð góðum úrslitum á útivelli hingað til. Það munaði litlu í dag og það er drullusvekkjandi að hafa lagt svona miklu í leikinn í dag en fengið ekkert úr honum.“Bjarni á línunni í kvöld.vísir/antonHermann og Reynir, þjálfarar Fylkis, spá í spilin.vísir/antonvísir/antonPálmi er hér að skora mark sitt í kvöld.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 0-1 | Valsmenn kvöddu titilbaráttuna Furðulegt mark frá Breiðabliki hélt titilvonum Kópavogsliðsins á lífi en Valsmenn eru nú langt á eftir í baráttunni um þann stóra. 10. ágúst 2015 14:05 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KR hélt í við FH á toppi Pepsi-deildar karla með mikilvægum 2-0 sigri á Fylki í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fylkis á útivelli í deildinni í sumar. Fylkir varðist vel lengi en KR náði að brjóta ísinn tíu mínútum fyrir leikslok með marki Þorsteins Más Ragnarssonar. Stuttu síðar innsiglaði Pálmi Rafn Pálmason sigur KR með góðu skoti. Fyrir leikinn mátti búast við þéttum varnarleik Fylkismanna líkt og liðið hefur spilað undir stjórn Hermanns á útivelli í sumar. En engu að síður voru það Árbæingar sem hófu leikinn af miklum krafti. Ásgeir Örn komst í frábært skotfæri strax á annarri mínútu og hefði átt að gera betur en að skjóta beint á Stefán Loga. Fylkismenn náðu þó ekki að viðhalda pressunni allan leikinn og um miðbik hálfleiksins náðu KR-ingar betri tökum á sínu spili og eftir það fór liðið að skapa sér betri færi. Hólmbert Aron var í fínu skallafæri áður en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þorsteinn Már, varamaður hans, kom inn á með fínan kraft og mikla baráttu og komst tvívegis í fín skallafæri en í hitti þó markið í hvorugt skiptið. Raunar átti KR ekki skot á markrammann allan fyrri hálfleikinn og segir það sitt um öflugan varnarleik Fylkismanna. Mikil barátta einkenndi leikinn fremur en falleg knattspyrna og dauðafæri en Valdimar Pálsson, dómari leiksins, átti í miklum vandræðum með að halda jafnvægi í dómgæslunni og gerði lítið annað en að fara í taugarnar í leikmenn og stuðningsmenn beggja liða með tilviljunarkenndum ákvörðunum sínum. KR-ingar komu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og stjórnuðu í raun leiknum allt til loka. Fylkismenn þreyttust á að halda úti þeirri pressu sem leikáætlun Hermanns Hreiðarssonar krafðist og KR-ingar færðust nær því að skora fyrsta markið. Fylkismenn fengu eitt hættulegt færi eftir skyndisókn í upphafi síðari hálfleiksins er Albert Brynjar komst í skotfæri en Stefán Logi varði vel frá honum. Eftir það fór pressa KR-inga segja til sín, hægt og rólega. Fyrirgjafir urðu sífellt hættulegri og eftir eina slíka kom loks fyrsta markið. Varamaðurinn Almarr Ormarsson gaf fyrir á Þorstein Má sem barðist um knöttinn við Ólaf Íshólm, markvörð Fylkis, en boltinn fór af þeim fyrrnefnda og í markið. Pálmi Rafn innsiglaði svo sigurinn sem fyrr segir stuttu síðar er laglegt skot hans hafnaði í netinu. KR-ingar voru meira að segja nálægt því að bæta við þriðja markinu en allt kom fyrir ekki. Sigur KR-inga var sanngjarn, sérstaklega miðað við síðari hálfleik en sjálfsagt hefði það breytt miklu ef Fylkir hefði komist yfir snemma leiks. Fylkismenn fá þó hrós fyrir mikla baráttu og dugnað og þó svo að það hafi verið smá heppnisstimpill yfir fyrra marki KR breytti það öllu fyrir heimamenn að brjóta loksins ísinn. KR-ingar gerðu vel í að halda einbeitingu gegn Fylkismönnum í kvöld. Bæði lið börðust grimmt og sjálfsagt hefðu margir látið skapið hlaupa með sig í gönur, sérstaklega þegar dómari leiksins á erfitt með að halda sinni línu. Valdimar átti þó auðveldar með það í síðari hálfleik en þeim fyrri. Stigin þrjú sem KR vann í kvöld skiptir liðið gríðarlegu miklu máli og eru vesturbæingar í góðum málum enn sem komið er í toppbaráttu deildarinnar. Fylkir er enn í sjöunda sæti en siglir sem fyrr nokkuð lygnan sjó um miðja deild.vísir/antonBjarni: Ekki bara í KR þar sem varamenn eru óánægðir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir það misskilning hjá fréttamönnum að það tíðkist bara í KR að varamenn séu ósáttir við að þurfa að sitja á bekknum. KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“Pálmi Rafn: Fylkismenn öskrandi og tæklandi Fyrirliði KR átti góðan leik fyrir sína menn í kvöld og skoraði síðara markið í 2-0 sigri. Bæði mörk leiksins komu þó ekki fyrr en á lokakafla leiksins. „Það var mjög ljúft. Við biðum í langan tíma og það var mjög ljúft að sjá hann fara inn. Ég var ánægður með okkar frammistöðu í dag fyrir utan fyrstu mínútur leiksins. Við stýrðum spilinu algjörlega og þeir eiga mjög lítið á okkur. Þetta var mikil þolinmæðisvinna.“ Hann segir að það hafi verið erfitt verkefni fyrir dómara leiksins að dæma viðureign kvöldsins. „Fylkismenn eru öskrandi og tæklandi út um allt og það er erfitt að dæma svona leiki. Okkur fannst þeir þó fá að gera aðeins of mikið. En við reyndum að halda einbeitingu og við unnum 2-0, sem er það mikilvægasta.“ „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þessu þrjú stig í kvöld. Nú erum við komnir upp í 30 stig eins og takmarkið var fyrir þetta kvöld.“vísir/antonHermann: Stoltur af strákunum Þjálfari Fylkis, Hermann Hreiðarsson, segir að það sé gott að fara af velli gegn KR hundfúll með tap. „Ég er stoltur af strákunum og ég var ánægður með heildina. Við byrjuðum mjög vel og fengum þrjú dauðafæri á fyrstu tveimur mínútunum. Þeir fá ekki „sniff“ allan fyrri hálfleikinn og við unnum hrikalega vel úr okkar málum. En það fór mikill kraftur í það.“ „Maður er fúll með að hafa ekki labbað inn í hálfleik með forystu. Það hefði verið sanngjarnt.“ Hann segir að hans menn hafi verið þreyttir undir lokin. „Það er erfitt að halda svona hraða uppi í 90 mínútur og þeir náðu að ýta okkur aðeins til baka. Við náðum að verjast því ágætlega og því algjör synd að hafa lent undir. Fyrra markið hjá þeim var hálfgerður grís en svona er þetta. Maður er fúll en ég er stoltur af strákunum.“ „KR er með gott fóboltalið og það er fínt að fara héðan drullufúll, þó svo að maður hati alltaf að tapa.“ Hermann segist sjá framfarir á liði Fylkis með hverjum leiknum. „Það er aðeins of stutt frá síðasta leik og við erum að spila á sama liði. Það er mikið tempó hjá okkur þegar við erum í þessum pressuleik og það var erfitt að halda því úti í dag. En einbeitingin var góð og ég var ánægður með hópinn.“Andrés Már: Drullusvekkjandi að fá ekkert úr leiknum Fylkismenn voru svekktir með að hafa ekki fengið meira úr leiknum gegn KR-ingum í kvöld. „Við héldum þessu lengi út og mikil vinnsla á okkur. Við vorum orðnir þreyttir og þeir skora eftir augnabliks einbeitingaskort hjá okkur. Þá var þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Andrés Már. Hann segir að það hefði breytt miklu ef Fylkismenn hefðu skorað úr dauðafærinu sem þeir fengu snemma leiks. „Það hefði gefið okkur aukakraft til að halda þessu út. Við getum þó verið nokkuð sáttir við okkar leik þrátt fyrir tapið.“ Fylkismenn hafa náð góðum úrslitum á sterkum útivöllum undir stjórn Hermanns og Andrés segir að leikmenn Fylkis hafi trú á því sem þjálfarinn þeirra leggur upp með fyrir leikina. „Leikáætlun okkar hefur virkað vel hingað til og við höfum náð góðum úrslitum á útivelli hingað til. Það munaði litlu í dag og það er drullusvekkjandi að hafa lagt svona miklu í leikinn í dag en fengið ekkert úr honum.“Bjarni á línunni í kvöld.vísir/antonHermann og Reynir, þjálfarar Fylkis, spá í spilin.vísir/antonvísir/antonPálmi er hér að skora mark sitt í kvöld.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 0-1 | Valsmenn kvöddu titilbaráttuna Furðulegt mark frá Breiðabliki hélt titilvonum Kópavogsliðsins á lífi en Valsmenn eru nú langt á eftir í baráttunni um þann stóra. 10. ágúst 2015 14:05 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 0-1 | Valsmenn kvöddu titilbaráttuna Furðulegt mark frá Breiðabliki hélt titilvonum Kópavogsliðsins á lífi en Valsmenn eru nú langt á eftir í baráttunni um þann stóra. 10. ágúst 2015 14:05