Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 11:15 Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira