Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2015 14:00 „Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15
Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00