Íslenski boltinn

Efstu liðin á sigurbraut

Víkingarnir fagna fyrr í sumar.
Víkingarnir fagna fyrr í sumar. vísir/valli
Víkingur frá Ólafsvík og Þróttur stigu í kvöld enn eitt skrefið í áttina að Pepsi-deildinni.

Víkingur valtaði þá yfir Skástrikið á Ísafirði á meðan Þróttur vann heimasigur á Grindavík. Víkingur á toppnum með 38 stig en Þróttur er með 36. Þór kemur þar á eftir með 29 stig.

KA er komið í 28 stig með sigrinum í kvöld en Fjarðabyggð og Grindavík stimpluðu sig endanlega út.

BÍ/Bolungarvík er svo gott sem fallið eftir tapið stóra gegn Víkingi í kvöld. BÍ er með 5 stig en Grótta er þar fyrir ofan með 12. Selfoss er svo með 13 stig.

Úrslit:

Þór-HK  0-0

Þróttur-Grindavík  2-0

Dion Jeremy Acoff, Omar Koroma.

BÍ/Bolungarvík-Víkingur Ó.  1-5

Loic Mbang Ondo - Hrvoje Tokic 4, Alfreð Már Hjaltalín.

Grótta-Fram  0-0

Haukar-Fjarðabyggð  3-1

Björgvin Stefánsson 3 - Viktor Örn Guðmundsson.

Selfoss-KA  0-4

- Einar Ottó Antonsson, Jóhann Helgason, Ben Everson, Juraj Grizelj.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×